Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 08:27 Ivleeva hefur beðist afsökunar á framferði sínu en þó má enn finna partýmyndir á Instagram-aðgangi hennar. Instagram/ Nastya Ivleeva Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira