Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 09:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram að Rússar væru að verja fullveldi sitt með innrásinni í Úkraínu. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19
Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58
Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57
Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55