Erlent

Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Meðal annars hafa verið gerðar árásir á höfuðborgina Kænugarð.
Meðal annars hafa verið gerðar árásir á höfuðborgina Kænugarð. Photo by Sergei Chuzavkov/SOPA Images/LightRocket/Getty Images

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið.

Rússar eru einnig sagðir hafa skotið sextán eldflaugum í morgun á borgirnar Kharkiv, Kherson, Nikolev og Odessa auk þess sem sextíu og ein loftárás var gerð og stórskotaliðsvopnum beitt. Einnig var ráðist á Kænugarð þar sem nokkrir almennir borgarar eru sagðir hafa særst.

Allsherjar viðvörun hefur verið gefin út í landinu en svo virðist sem Rússar ætli að láta sprengjum rigna á Úkraínu í dag, degi áður en blásið verður til hátíðahalda í Moskvu, þar sem sigri Rússa í seinni heimsstyrjöldinni er minnst.

Guardian hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að deilt hafi verið um það í Kreml hvernig hátíðarhöldin ættu að fara fram í ár. Óttast menn að Úkraínumenn geri árásir á borgina í tilefni dagsins, en í síðustu viku var dróni sprengdur yfir Kreml og saka Rússar Úkraínumenn um að hafa staðið þar að baki. Því hefur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti staðfastlega neitað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×