Erlent

„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Spurningin um meint banatilræði Úkraínumanna á hendur Pútín er sú eina sem Selenskí svaraði á ensku á blaðamannafundinum með leiðtogum Norðurlanda.
Spurningin um meint banatilræði Úkraínumanna á hendur Pútín er sú eina sem Selenskí svaraði á ensku á blaðamannafundinum með leiðtogum Norðurlanda. Vísir/Einar Árnason

Volodomír Selenskí Úkraínu­for­seti segir á­sakanir rúss­neskra stjórn­valda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir bana­til­ræði gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast.

Þetta er meðal þess sem fram kom á sam­eigin­legum blaða­manna­fundi for­setans með leið­togum Norður­landanna á blaða­manna­fundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið.

Rúss­nesk stjórn­völd segja þau úkraínsku bera á­byrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðju­verka­á­rás sé að ræða og á­skilja sér rétt til hefnda.

„Ég get endur­tekið þessi skila­boð og ég vil að þetta sé á kristal­tæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síð­degis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku.

„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landa­mæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“

Segir for­setinn að úkraínsk stjórn­völd hafi ein­fald­lega ekki úr meira fjár­magni að moða. Það hafi því aug­ljós­lega ekki verið á færi úkraínskra stjórn­valda að fram­kvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun.

„Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa her­dóm­stólum að úr­skurða um þetta.“


Tengdar fréttir

Norður­löndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi

Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Saka Úkraínu­menn um bana­til­ræði gegn Pútín í morgun

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×