Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 14:58 Rússneskur hermaður nærri Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í byrjun maí. AP Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41