Veður

Ekki búist við að vetrarfærðin endist lengi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Svona var ástandið á Kirkjubæjarklaustri í dag. Ekki er þó von á frekari vetrarfærð þegar líður á vikuna.
Svona var ástandið á Kirkjubæjarklaustri í dag. Ekki er þó von á frekari vetrarfærð þegar líður á vikuna. aðsend

Ekki er búist við að vetrarfærðin endist þegar líður á vikuna. Gul viðvörun verður í gildi á mánudag á Austfjörðum en hlýindi eru í kortunum. 

„Uppsöfnuð úrkoma gæti verið ansi mikil næstu vikuna en um næstu helgi erum við að horfa fram á 2 til 8 stiga hita,“ segir Marcel de Vries veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Gul viðvörun rennur úr gildi á Suðausturlandi á miðnætti en áfram verður gul viðvörun á Austfjörðum. Þar er enn búist við snjókomu eða skafrenningi og 10-18 m/s.

Lóan virðist því hafa komið á réttum tíma hvað Suðurland varðar. Til hennar sást á Eyrarbakka og Sandgerði í dag. Hún kom á nokkuð hefðbundnum tíma í ár, síðustu viku marsmánaðar.

Ofankoma var mikil á Suðurlandi í dag. Lítið skyggni olli samgöngutruflunum en hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var um tíma lokað og var fjöldi ferðamanna veðurtepptur á Kirkjubæjarklaustri síðdegis. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×