Innlent

Lóan er komin

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin var tekin í Sandgerðisfjöru í gær.
Myndin var tekin í Sandgerðisfjöru í gær. Sigurður Bjarnason

Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 

„Þær sáust í gær, ein í Sandgerði og þrjár á Eyrarbakka. Þannig að vorið er aðeins farið að láta á sér kræla. Þær eru komnar til að kveða snjóinn í burtu,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og fuglafræðingur.

Hann segir að tíminn sé nokkuð hefðbundinn, síðasta vikan í mars. Nokkrar tegundir fugla virðist aðeins hafa beðið í ár en hinar ýmsu tegundir séu að skila sér.

„Þetta er alltaf stemning, alltaf skemmtilegt, vonandi fer brúnin að lyftast á fólki,“ segir Jóhann Óli.

Flaug beint inn í gula viðvörun

Tímasetningin er áhugaverð en töluverð ofankoma hefur verið á Suðurlandi í dag. Bakki færist nú austur meðfram suðurströndinni og gera má ráð fyrir hríðarveðri á Austurlandi. Gular viðvaranir eru í gildi.

Líkt og áður sagði er lóan hins vegar af mörgum talinn helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar:

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,

að kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefir sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×