Pútín vill jólavopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 15:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í símanum í dag. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira