Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2023 11:16 Úkraínumenn notuðu HIMARS-eldflaugakerfi til árásarinnar. Rússar segja sex eldflaugum hafa verið skotið að skólanum en tvær hafi verið skotnar niður. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, vitnar í heimildarmann í Donetsk um að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að símanotkun hermanna hafa leitt til árásarinnar. Úkraínumenn hafi greint hana og fundið hermennina. Úkraínumenn sögðust fyrst hafa fellt allt að fjögur hundruð hermenn með HIMARS-eldflaugum í skóla í bænum Makívka nærri Donetsk-borg á nýársnótt. Um þrjú hundruð hefðu særst. Þeir drógu þó úr yfirlýsingum sínum og sögðust vera að leggja mat á árangur árásarinnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að minnst 63 hermenn féllu í árásinni en það eitt og sér gerir árásina að einhverri þeirri mannskæðustu í stríðinu í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að allt að sex hundruð menn hafi verið í skólanum. Skotfæri eru sögð hafa verið geymd í kjallara skólans en í árásinni munu þau hafa sprungið og skólinn er ekkert nema rústir. Rússar segja að tvær af sex eldflaugum hafi verið skotnar niður en fjórar hafi hæft skólann. Í skólanum voru að mestu kvaðmenn, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru flestir sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Rússneski herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa svo marga hermenn á sama staðnum svo nærri víglínunum í Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir útskýringu ráðamanna í Donetsk ekki hafa fallið í kramið hjá rússneskum herbloggurum, sem fjalla mikið um innrásina í Úkraínu og eru oft gagnrýnir á leiðtoga hersins, né öðrum í Rússlandi. Þeir sem halda utan um Telegram-síðu Rybar, segja til að mynda að leiðtogum herdeildarinnar sé um að kenna. Þeir hefðu átt að dreifa kvaðmönnunum betur og ekki hýsa þá á sama stað og þeir geymdu mikið magn skotfæra. Þingmenn vilja rannsókn New York Times segir að rússneskir þingmenn hafi krafist þess að árásin og aðdragandi hennar verði rannsökuð frekar. Þeirra á meðal eru þingmenn sem eru hliðhollir ríkisstjórn Rússlands en þeir hafa meðal annars kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á árásinni verði sóttir til saka. Sergei Mironov, þingmaður, sagði til að mynda að augljóst væri að margt hefði ekki virkað sem skildi og nefndi hann loftvarnir og upplýsingaöflun. Þá hefur NYT eftir einum af talsmönnum leppstjóra Rússa í Donetsk að árásin hafi verið gífurlegt högg. Þetta sé alvarlegasta manntjón sem Rússar hafi orðið fyrir og það hafi ekki komið til vegna hæfileika Úkraínumanna, heldur mistaka Rússa. Árás fönguð í beinni Rússar gerðu í gærkvöldi árásir í bænum Druzhkovka, sem einnig er í Donetsk-héraði. Ein þeirra beindist gegn hóteli sem erlendir blaðamenn eru sagðir sækja og náðist hún á myndband í beinni útsendingu hjá frönskum fréttamönnum. Rybar halda því fram að árásirnar í bænum hafi meðal annars beinst að vistarstað erlendra málaliða og sömuleiðis loftvarnarkerfum og HIMARS-eldflaugakerfum. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum efnum en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum án þess þó að það hafi verið sannreynt. This French TV team caught a Russian attack in Druzhkivka (south of Kramatorsk) live on tape. #Kramatorsk #Ukraine #Donetsk pic.twitter.com/mH4G3jS83j— (((Tendar))) (@Tendar) January 3, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, vitnar í heimildarmann í Donetsk um að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að símanotkun hermanna hafa leitt til árásarinnar. Úkraínumenn hafi greint hana og fundið hermennina. Úkraínumenn sögðust fyrst hafa fellt allt að fjögur hundruð hermenn með HIMARS-eldflaugum í skóla í bænum Makívka nærri Donetsk-borg á nýársnótt. Um þrjú hundruð hefðu særst. Þeir drógu þó úr yfirlýsingum sínum og sögðust vera að leggja mat á árangur árásarinnar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að minnst 63 hermenn féllu í árásinni en það eitt og sér gerir árásina að einhverri þeirri mannskæðustu í stríðinu í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að allt að sex hundruð menn hafi verið í skólanum. Skotfæri eru sögð hafa verið geymd í kjallara skólans en í árásinni munu þau hafa sprungið og skólinn er ekkert nema rústir. Rússar segja að tvær af sex eldflaugum hafi verið skotnar niður en fjórar hafi hæft skólann. Í skólanum voru að mestu kvaðmenn, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru flestir sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Rússneski herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa svo marga hermenn á sama staðnum svo nærri víglínunum í Úkraínu. Rússneski miðillinn Moscow Times segir útskýringu ráðamanna í Donetsk ekki hafa fallið í kramið hjá rússneskum herbloggurum, sem fjalla mikið um innrásina í Úkraínu og eru oft gagnrýnir á leiðtoga hersins, né öðrum í Rússlandi. Þeir sem halda utan um Telegram-síðu Rybar, segja til að mynda að leiðtogum herdeildarinnar sé um að kenna. Þeir hefðu átt að dreifa kvaðmönnunum betur og ekki hýsa þá á sama stað og þeir geymdu mikið magn skotfæra. Þingmenn vilja rannsókn New York Times segir að rússneskir þingmenn hafi krafist þess að árásin og aðdragandi hennar verði rannsökuð frekar. Þeirra á meðal eru þingmenn sem eru hliðhollir ríkisstjórn Rússlands en þeir hafa meðal annars kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á árásinni verði sóttir til saka. Sergei Mironov, þingmaður, sagði til að mynda að augljóst væri að margt hefði ekki virkað sem skildi og nefndi hann loftvarnir og upplýsingaöflun. Þá hefur NYT eftir einum af talsmönnum leppstjóra Rússa í Donetsk að árásin hafi verið gífurlegt högg. Þetta sé alvarlegasta manntjón sem Rússar hafi orðið fyrir og það hafi ekki komið til vegna hæfileika Úkraínumanna, heldur mistaka Rússa. Árás fönguð í beinni Rússar gerðu í gærkvöldi árásir í bænum Druzhkovka, sem einnig er í Donetsk-héraði. Ein þeirra beindist gegn hóteli sem erlendir blaðamenn eru sagðir sækja og náðist hún á myndband í beinni útsendingu hjá frönskum fréttamönnum. Rybar halda því fram að árásirnar í bænum hafi meðal annars beinst að vistarstað erlendra málaliða og sömuleiðis loftvarnarkerfum og HIMARS-eldflaugakerfum. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum efnum en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum án þess þó að það hafi verið sannreynt. This French TV team caught a Russian attack in Druzhkivka (south of Kramatorsk) live on tape. #Kramatorsk #Ukraine #Donetsk pic.twitter.com/mH4G3jS83j— (((Tendar))) (@Tendar) January 3, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40