Norðaustan stormur og viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2022 07:06 Spákort fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofan Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira
Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira
Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47