Innlent

Átta flug­ferðum af­lýst í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Röskun getur orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins.
Röskun getur orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Vísir/Vilhelm

Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York.

Tafir hafa síðan orðið á brottför flestra véla frá Keflavíkurflugvelli það sem af er morgni.

Í tilkynningu frá Isavia segir að röskun geti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×