Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 10:56 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, um borð í japönsku herskipi fyrr í mánuðinum. EPA/ISSEI KATO Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð. Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Ráðherrann segir þetta vegna sífellt versnandi öryggisástands á svæðinu. Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Japanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í ríkið. Samkvæmt frétt Japan Times hafa yfirvöld í Japan lengi haldið sig við að verja um einu prósenti af GDP til varnarmála en með þessu á að færa ríkið nær þeim staðli sem miðað er við innan Atlantshafsbandalagsins, þó flest ríki bandalagsins nái því ekki. Fjárhagsstaða Japans þykir ekki góð um þessar mundir en samkvæmt JT hafa ráðgjafar Kishida lagt til niðurskurð og skattlagningu til að fjármagna fjárútlátin. Japanskar orrustuþotur á flugi. Japanir vilja byggja upp getu til að gera árásir á herstöðvar og stjórnstöðvar óvina sinna.EPA/ISSEI KATO Hröð fólksfækkun grefur undan öryggi Japan í þriðja sæti heimsins yfir stærstu hagkerfin en framfærslukostnaður er mikill og launahækkanir hafa ekki haldið í við hækkun kostnaðar. Það er talið meðal ástæðna fyrir því að íbúafjöldi hefur dregist saman á Japan og þjóðin hefur elst mjög. Íbúafjöldi Japans stendur í rúmum 125 milljónum og hefur hann dregist saman í um fjórtán ár. Spár gera ráð fyrir að fólksfækkunin muni halda áfram til ársins 2060 þá verði Japanir alls 86,7 milljónir talsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa aldrei fæðst færri börn í Japan en á þessu ári. Alls fæddust 599.636 börn frá janúar til september og er það 4,9 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra. Allt síðasta ár fæddust 811.000 börn í Japan og er útlit fyrir að færri börn fæðist á þessu ári. Ungt fólk er sagt forðast það að eignast börn og stofna fjölskyldur vegna erfiðs ástands á vinnumarkaði, erfiðra samgangna og menningar sem hæfist ekki því að báðir foreldrar í fjölskyldu séu útivinnandi. Nefnd sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um að þessi samdráttur gæti dregið úr þjóðaröryggi Japans á komandi árum. Vilja geta gert árásir Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stjórnarskrá Japans meinað herafla ríkisins að starfa utan landamæra þess en japanskir ráðamenn hafa á undanförnum árum lagt til að Japanir auki getu sína til árása. Flokkur Kishida hefur lagt til að Japanir komi upp getu til að gera árásir á stjórnstöðvar og herstöðvar mögulegra óvina ef slíkir gerðu árás á Japan. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Stuðningsmenn þessarar áætlunar segja að hún myndi gera Japönum kleift að standa frekar í hárinu á Kínverjum og Norður-Kóreumönnum. JT segir nýlega könnun benda til þess að rúmlega sextíu prósent Japana séu fylgjandi því. Kishida gaf í skyn á þingi í morgun að til stæði að byggja upp loftvarnir Japans og byggja upp getu til árása, eins og til dæmis með stýriflaugum, og að það myndi senda þeim sem ógni Japan skýr skilaboð.
Japan Hernaður Kína Taívan Norður-Kórea Tengdar fréttir Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10 Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. 26. október 2022 08:10
Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43
Vilja byggja upp eigin árásagetu Ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af vopnabrölti Norður-Kóreu. 8. mars 2017 16:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent