Erlent

Sækjast eftir langdrægari flugskeytum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hægt væri að koma annarri tegund hinna nýju eldflauga fyrir á F-15 orrustuþotum Japana.
Hægt væri að koma annarri tegund hinna nýju eldflauga fyrir á F-15 orrustuþotum Japana. Vísir/AFP
Yfirvöld Japan sækjast nú eftir því að koma höndum yfir langdrægari flugskeytum til að auka árásargetu sína gegn Norður-Kóreu. Um er að ræða sérstök skeyti sem skotið er úr flugvélum og ætlað er að sprengja skotmörk á jörðu niðri.

Áætlunin gæti þó verið mjög umdeild í Japan.

Hér má sjá yfirlit yfir eldflaugar sem Norður-Kórea skaut í átt að Japan fyrr á árinu. Hægt er að átta sig á vegalengdunum sem um er að ræða.Vísir/Graphicnews
Eftir seinni heimsstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil.

Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu



Samkvæmt frétt BBC hefur forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, þrýst á það á undanförnum mánuðum að dregið væri úr takmörkunum ríkisins varðandi hernað. Hann hefur lagt fram frumvarp að nýjum lögum sem munu skilgreina að nýju hvað stjórnarskrá ríkisins leyfir og hvað hún leyfir ekki.

Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. Itsunori Onodera, varnarmálaráðherra Japan, sagði í dag að Japanar ætli sér að öðlast flugskeyti sem hægt væri að skjóta fyrir utan hlífðarskyldi óvina ríkisins. Þar var hann að öllum líkindum að tala um Norður-Kóreu en spenna á svæðinu er verulega mikil vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna Norður-Kóreu.

Um er að ræða tvær tegundir flugskeyta sem drífa 500 og þúsund kílómetra.

Onodera bætti þó við að flugskeytin yrðu eingöngu notuð til varna. Japan myndi áfram reiða á Bandaríkin til að gera árásir á óvini sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×