Veður

Staðan á Seyðis­firði mun betri núna en fyrir tveimur árum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Að sögn yfirlögregluþjóns er staðan mun betri á Seyðisfirði núna en fyrir tveimur árum, í aðdraganda aurskriða í bænum.
Að sögn yfirlögregluþjóns er staðan mun betri á Seyðisfirði núna en fyrir tveimur árum, í aðdraganda aurskriða í bænum. Vísir/Vilhelm

Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum.

Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há.

Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg.

„Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. 

Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir.

„Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. 

Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020.

„Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján. 


Tengdar fréttir

Ó­­vissu­­stigi al­manna­varna lýst yfir á Austur­landi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×