Innlent

Ó­­vissu­­stigi al­manna­varna lýst yfir á Austur­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði.
Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. Vísir/Egill

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði.

Næstu daga er spáð töluverðri rigningu í landshlutanum, sérstaklega á fimmtudag og föstudag. Gert er ráð fyrir hlýnun í veðri næstu daga og sá snjór sem féll í dag mun þá líklega taka upp. Hætta er á skriðum við þessar aðstæður og hún getur aukist í úrkomu næstu daga, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vöktunarbúnaði hefur verið komið upp á Seyðisfirði þar sem sérstaklega er fylgst með skriðuhættu. Í nóvember hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa. Mesta hreyfingin hefur verið á Búðarhrygg en þar voru miklar hreyfingar síðasta haust, segir enn fremur.

Veðurstofan fylgist vel með aðstæðum allan sólarhringinn og er í góðum samskiptum við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Austurlandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×