Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 21:53 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56