Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 18:00 Úkraínskur hermaður skoðar leikskóla í Izyum þar sem Rússar héldu föngum og pyntuðu fólk. AP/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira