„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 17:09 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í dag. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. „Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16