Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 12:16 Úkraínskur hermaður hvílir sig við rússneskan bryndreka sem skilinn var eftir í Kharkív-héraði fyrr í mánuðinum. Getty/Metin Aktas Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. Donetsk er eitt fjögurra sem Rússar ætla að innlima. Takist Úkraínumönnum að stökkva Rússum á flótta á svæðinu gæti það opnað leið fyrir þá lengra inn í Donetsk og inn í Luhansk-hérað, sem Rússar ætla einnig að innlima. Óstaðfestar fregnir af svæðinu herma að rússneskir hermenn undirbúi nú að hörfa frá Lyman til austurs í gegnum umsátur Úkraínumanna. Sjá einnig: Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Bærinn er ekki talin umkringdur að fullu og eru Rússar sagðir eiga eina undakomuleið, sem Úkraínumenn hafi þó undirbúið árásir á. Þó er vert að benda á að ástandið við Lyman er að mörgu leyti óljóst og er til að mynda ekki vitað hve margir rússneskir hermenn eru í og við borgina. Á kortinu hér að neðan má sjá grófa mynd af því hvernig staðan við Lyman var í gær. Hún er sögð hafa versnað töluvert fyrir Rússa síðan þá. Gagn-gagnárásir Rússa hafa ekki komið í veg fyrir umsátrið. Eastern #Ukraine Update:Ukrainian troops have likely nearly completed the encirclement of the #Russian grouping in #Lyman and cut critical ground lines of communication (GLOCS) that support Russian troops in the Drobysheve-Lyman area. /1https://t.co/RzCU0FE42G pic.twitter.com/ltaaysjQxg— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2022 Reyni Rússar að hörfa má gera ráð fyrir því að Úkraínumenn muni reyna að gera árásir á þá og stökkva þeim á óskipulagðan flótta, með því markmiði að valda mannfalli og óreiðu meðal herafla Rússlands á svæðinu. Myndefni af grönduðum rússneskum skrið- og bryndrekum og líkum rússneskra hermanna við Lyman hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag, eftir að Rússar voru sagðir hafa hörfað frá bæjum og þorpum nærri Lyman. Rússneskur herbloggari segir úkraínskar hersveitir byrjaðar að nálgast undamkomuleiðina frá Lyman. Rússneskir bloggarar sem fjalla um málefni hersins mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum. Þeir hafa haft verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman um nokkuð skeið. Russian tank hit by Ukrainian soldiers from FGM-148 Javelin pic.twitter.com/3znYDviinI— Paul Jawin (@PaulJawin) September 30, 2022 Eiga erfitt á víglínunum Úkraínumenn hafa unnið að því að umkringja Lyman í nokkra daga en sóknin gegn borginni hófst eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði fyrr í þessum mánuði. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að skyndi-innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu séu viðbrögð við því að Rússar eigi í erfiðleikum á víglínunum í Úkraínu. Hersveitir Rússa hafa ekki gert vel heppnaðar sóknir gegn Úkraínumönnum um mánaðaskeið og eru á hælunum víðast hvar. #Ukraine: The Ukrainian 3rd Tank Brigade targeted three Russian tanks, with at least one destroyed. pic.twitter.com/er77L6btGd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 #Ukraine: A Russian T-72B3 tank was taken out by an ATGM fired by the Ukrainian 95th Brigade in the vicinity of Olhivka, #Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/tHmbWtkXsP— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Donetsk er eitt fjögurra sem Rússar ætla að innlima. Takist Úkraínumönnum að stökkva Rússum á flótta á svæðinu gæti það opnað leið fyrir þá lengra inn í Donetsk og inn í Luhansk-hérað, sem Rússar ætla einnig að innlima. Óstaðfestar fregnir af svæðinu herma að rússneskir hermenn undirbúi nú að hörfa frá Lyman til austurs í gegnum umsátur Úkraínumanna. Sjá einnig: Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Bærinn er ekki talin umkringdur að fullu og eru Rússar sagðir eiga eina undakomuleið, sem Úkraínumenn hafi þó undirbúið árásir á. Þó er vert að benda á að ástandið við Lyman er að mörgu leyti óljóst og er til að mynda ekki vitað hve margir rússneskir hermenn eru í og við borgina. Á kortinu hér að neðan má sjá grófa mynd af því hvernig staðan við Lyman var í gær. Hún er sögð hafa versnað töluvert fyrir Rússa síðan þá. Gagn-gagnárásir Rússa hafa ekki komið í veg fyrir umsátrið. Eastern #Ukraine Update:Ukrainian troops have likely nearly completed the encirclement of the #Russian grouping in #Lyman and cut critical ground lines of communication (GLOCS) that support Russian troops in the Drobysheve-Lyman area. /1https://t.co/RzCU0FE42G pic.twitter.com/ltaaysjQxg— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2022 Reyni Rússar að hörfa má gera ráð fyrir því að Úkraínumenn muni reyna að gera árásir á þá og stökkva þeim á óskipulagðan flótta, með því markmiði að valda mannfalli og óreiðu meðal herafla Rússlands á svæðinu. Myndefni af grönduðum rússneskum skrið- og bryndrekum og líkum rússneskra hermanna við Lyman hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag, eftir að Rússar voru sagðir hafa hörfað frá bæjum og þorpum nærri Lyman. Rússneskur herbloggari segir úkraínskar hersveitir byrjaðar að nálgast undamkomuleiðina frá Lyman. Rússneskir bloggarar sem fjalla um málefni hersins mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum. Þeir hafa haft verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman um nokkuð skeið. Russian tank hit by Ukrainian soldiers from FGM-148 Javelin pic.twitter.com/3znYDviinI— Paul Jawin (@PaulJawin) September 30, 2022 Eiga erfitt á víglínunum Úkraínumenn hafa unnið að því að umkringja Lyman í nokkra daga en sóknin gegn borginni hófst eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði fyrr í þessum mánuði. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að skyndi-innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu séu viðbrögð við því að Rússar eigi í erfiðleikum á víglínunum í Úkraínu. Hersveitir Rússa hafa ekki gert vel heppnaðar sóknir gegn Úkraínumönnum um mánaðaskeið og eru á hælunum víðast hvar. #Ukraine: The Ukrainian 3rd Tank Brigade targeted three Russian tanks, with at least one destroyed. pic.twitter.com/er77L6btGd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022 #Ukraine: A Russian T-72B3 tank was taken out by an ATGM fired by the Ukrainian 95th Brigade in the vicinity of Olhivka, #Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/tHmbWtkXsP— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Ætlar að innlima héruðin á morgun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. 29. september 2022 10:13