Sjáðu mörkin sem héldu titilvonum Blika á lífi, felldu KR og héldu Þór/KA líklega uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 15:30 Selfoss skoraði fimm í Vesturbænum og felldi KR. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir í Bestu deild kvenna í fótbolta fóru fram í gær, sunnudag. Alls voru 15 mörk skoruð og þau má öll sjá hér að neðan. Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32