Sjáðu mörkin sem héldu titilvonum Blika á lífi, felldu KR og héldu Þór/KA líklega uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 15:30 Selfoss skoraði fimm í Vesturbænum og felldi KR. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir í Bestu deild kvenna í fótbolta fóru fram í gær, sunnudag. Alls voru 15 mörk skoruð og þau má öll sjá hér að neðan. Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Í Vesturbænum var Selfoss í heimsókn. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn 5-3 sem þýddi að KR mun spila í Lengjudeildinni árið 2023. Eftir leik hefur hávær umræða myndast í kringum umgjörð KR-liðsins. Hvað leikinn sjálfan varðar þá kom Íris Una Þórðardóttir gestunum yfir en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði skömmu síðar. Miranda Nild sá þó til þess að Selfoss var 2-1 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Marcella Barberic metin áður en Íris Una gerði annað mark sitt. Miranda gerði svo slíkt hið sama og staðan 3-2 gestunum í vil áður en Katla María, systir Írisar Unu, bætti við fimmta marki gestanna. Rasamee Phonsongkham minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu, lokatölur 3-5 í miklum markaleik. Klippa: Besta deild kvenna: KR 3-5 Selfoss Í Kópavogi var Afturelding í heimsókn en gestirnir þurftu á þremur stigum að halda til að reyna halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik þurfti hins vegar sigur til að halda í þá veiku von að liðið gæti náð toppliði Vals. Markalaust var í hálfleik en Írena Héðinsdóttir Gonzales kom Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir bætti svo við tveimur mörkum og Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Breiðablik 3-0 Afturelding Í Keflavík var Þór/KA í heimsókn en bæði lið voru fyrir leik rétt fyrir ofan fallsæti. Þrjú mörk á átta mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari gerðu út um leikinn. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tvöfaldaði forystuna og Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði svo sigurinn. Það skipti engu að Caroline Van Slambrouck hafi minnkað muninn á 66. mínútu. Lokatölur 1-3 og Þór/KA svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni. Klippa: Besta deild kvenna: Keflavík 1-3 Þór/KA
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Afturelding 3-0 | Blikar halda lífi í von sinni um Íslandsmeistaratitilinn Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld. 18. september 2022 21:06
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Þór/KA 1-3 | Þór/KA tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann 18. september 2022 16:32