Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Þróttur minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Nú má sjá mörkin og rauða spjaldið hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 9.8.2025 10:20
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8.8.2025 17:15
„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. Sport 8.8.2025 21:00
Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Íslenski boltinn 7.8.2025 17:17
Natasha með slitið krossband Landsliðskonan Natasha Anasi leikur ekki meira með Val á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Hún sleit krossband á dögunum og verður frá fram á næsta ár. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 09:37
„Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:49
„Skemmtilegra þegar vel gengur“ Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:45
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Breiðablik sigrar Val 3-0 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Breiðablik vinnur þar með sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum. Birta og Agla María með mörk Breiðabliks en þriðja markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:00
Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Kristján Guðmundsson er hættur sem aðalþjálfari kvennaliðs Vals í Bestu deildinni en meðþjálfari hans, Matthías Guðmundsson, verður áfram. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 10:17
„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 11:02
Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sunna Rún Sigurðardóttir hefur samið við Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 17:17
Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær þar sem sjö mörk litu dagsins ljós. Fótbolti 26. júlí 2025 15:16
„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Eftir erfitt ár í Kanada var Shaina Ashouri ekki lengi að stimpla sig inn í endurkomunni til Íslands og skoraði opnunarmarkið í 2-1 sigri Víkings gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 21:09
„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 20:48
Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 20:00
Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Besta deild kvenna hófst aftur eftir sumarfríi með þremur skemmtilegum leikjum í gærkvöldi. Mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 25. júlí 2025 11:39
Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Taylor Marie Hamlett, leikmaður FHL, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi og ekki nóg með það, þá skoraði hún einnig þegar hún jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Þetta var sannkallað framherjamark þar sem hún var réttur maður á réttum stað í vítateig andstæðingsins. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 00:00
„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Blikar unnu 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta og fannst það mjög jákvætt að vinna leikinn og tylla sér einar á toppinn. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 23:13
Andrea Rán semur við FH FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 21:55
Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Breiðablik vann 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og náðu Íslandsmeistararnir með því þriggja stiga forskoti á Þrótt á toppnum. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 21:03
Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Fanndís Friðriksdóttir tryggði Val 2-1 sigur á botnliði FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. FHL var á eftir sínum fyrstu stigum í sumar en tapaði ellefta leiknum í röð. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 20:51
Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Tindastóll byrjar afar vel eftir EM-fríið því liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki við frábærar aðstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 19:50
„Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Besta deild kvenna hefst aftur sumarfrí í kvöld og toppslagur er á dagskránni. Breiðablik tekur á móti Þrótti á Kópavogsvelli og Þórdís Elva, leikmaður Þróttar, á von á hörkuleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 12:16
„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Fótbolti 23. júlí 2025 08:01
Jón Páll aðstoðar Einar Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 15:03
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti