Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30.4.2025 17:35
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Íslenski boltinn 27.4.2025 16:15
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Þrátt fyrir að vera marki undir þegar mínúta var til leiksloka vann Stjarnan 1-2 sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag. Stjörnukonur fengu þar með sín fyrstu stig í sumar. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 19:05
Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 16:00
„Hún er klárlega skemmtikraftur“ FHL er nýliði í Bestu deild kvenna í fótbolta sumar og einn leikmaður liðsins hefur þegar vakið mikla athygli hjá sérfræðingum Bestu markanna. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 11:02
„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:47
„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 14:47
Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í sigri Víkingskvenna í Garðabænum í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 14:32
Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 21:10
„Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Þróttur tók á móti Breiðablik í 2. umferð Bestu deild kvenna í kvöld á Avis vellinum. Þróttur komst tveimur mörkum yfir en Breiðablik jafnaði í uppbótartíma 2-2 og þar við sat. Sport 22. apríl 2025 21:01
„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:52
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:45
„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 20:37
Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 17:16
„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 20:17
„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 19:15
„Við stóðum af okkur storminn“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, tók undir með þjálfara sínum Matthíasi Guðmundssyni eftir sigur liðsins á nýliðum FHL í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 19:01
Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Valur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á þessari leiktíð þegar liðið vann FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Valur sótti í byrjun og uppskar mörkin snemma en leikurinn jafnaðist þegar á leið. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 15:18
„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 12:31
Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Íslenski boltinn 19. apríl 2025 23:01
„Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Það reyndi aðeins á landafræðikunnáttu sérfræðinganna í Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir bauð upp á stutta spurningakeppni í þættinum eftir fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 19. apríl 2025 11:00
Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ „Við vorum allar í samtali síðastliðinn mánudag og fórum yfir deildina. Mér fannst við bjartsýnar fyrir hönd Stjörnunnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, er afhroð Stjörnukvenna gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks var rætt. Íslenski boltinn 19. apríl 2025 09:00
Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Bestu mörkin fjölluðu um fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi og þar á meðal var skoðað atvik úr leik Víkings og Þór/KA. Íslenski boltinn 18. apríl 2025 14:00