Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2022 10:41 Einar Sveinbjörnsson hefur oft reynst sannspár um veðrið. Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. „Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar. Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira
„Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar.
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira