Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. febrúar 2022 06:23 Úkraínskir hermenn á ferðinni í dag. AP/Vadim Ghirda Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira