Erlent

Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi

Snorri Másson skrifar
Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi.
Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi. Facebook

Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka.

Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt.

Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi.

Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí.

Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum:

„Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði.

Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu.

Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja.

Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar.

Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“


Tengdar fréttir

Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa

Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.