Enski boltinn

Biðja stuðnings­menn um að látast ekki vera Arabar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ýmsir stuðningsmenn Newcastle United báru höfuðföt og klæddust kuflum fyrir leik liðsins gegn Tottenham Hotspur á dögunum.
Ýmsir stuðningsmenn Newcastle United báru höfuðföt og klæddust kuflum fyrir leik liðsins gegn Tottenham Hotspur á dögunum. James Gill/Getty Images

Eftir að Newcastle United var keypt af krónprins Sádi-Arabíu hefur borið á því að stuðningsmenn liðsins hafa mætt klæddir fatnaði sem sést einna helst í Miðausturlöndum ásamt því að bera höfuðföt sem tíðkast þar.

Frá því að yfirtaka Sádana gekk í gegn hefur borið hefur á því að ýmsir stuðningsmenn félagsins hafa mætt í klæðnaði sem tíðkast nær eingöngu í Miðausturlöndum.

„Newcastle United biður stuðningsmenn félagsins vinsamlegast um að klæðast ekki hefðbundnum arabískum fatnaði eða bera höfuðföt sem svipa til þeirra sem tíðkast í Miðausturlöndum ef stuðningsmenn klæðast ekki slíkum fatnaði dagsdaglega,“ segir í yfirlýsingu frá Newcastle United um málið.

Þó eigendur félagsins hafi ekki tekið illa í gjörninginn er talið að stuðningsmennirnir gætu verið ásakaðir um að hæðast að menningu Miðausturlanda.

„Allir sem sækja félagið heim eru hvattir til að klæðast því sem þeir vilja og sýna þannig það fjölmenningarsamfélag sem styður félagið,“ segir einnig í yfirlýsingu félagsins. 

Það vill þó helst forðast að stuðningsmenn þess verði ásakaðir um að hæðast að menningu annarra landa eða heimsálfa.

Sky Sports greindi frá.


Tengdar fréttir

Bruce rekinn frá Newcastle

Steve Bruce er hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle United. Þetta staðfesti félagið í morgun.

Rooney sagður áhugasamur um stjórastöðu Newcastle

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er sagður áhugasamur um að taka við stöðu knattspyrnustjóra Newcastle ef núverandi stjóri, Steve Bruce, verður látinn taka poka sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.