Bruce: Var kallaður heimskur og taktískt óhæfur kálhaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 12:01 Steve Bruce niðurlútur á hliðarlínunni í leik Newcastle United og Tottenham á sunnudaginn. Það gæti hafa verið hans síðasti leikur á stjóraferlinum. getty/Robbie Jay Barratt Steve Bruce segir að hann gæti hætt afskiptum af fótbolta eftir tíma sinn hjá Newcastle United. Hann segir að áreitið frá stuðningsmönnum liðsins hafi tekið sinn toll af honum og fjölskyldu hans. Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik. Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik.
Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Sjá meira