Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2021 15:00 Jürgen Klopp segir Roberto Firmino til á æfingu Liverpool. getty/Nick Taylor Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira