Enski boltinn

Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Kane æfði með liðsfélögum sínum í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun.
Harry Kane æfði með liðsfélögum sínum í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. Visionhaus/Getty Images

Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun.

Eins og frægt er orðið mætti Kane seint á æfingasvæði liðsins eftir sumarfrí, en tvennum sögum fer af því hvort að það hafi verið í samráði við forráðamenn félagsins eða ekki. Kane hefur sjálfur gefið það út að hann hafi aldrei neitað að æfa með liðinu.

Kane mætti á æfingasvæði Tottenham á mánudaginn í seinustu viku og var í sóttkví fram á fimmtudag. Hann hefur þó ekki æft með liðsfélögum sínum fyrr en nú í morgun, og var ekki í leikmannahóp þegar að liðið lagði Englandsmeistara Manchester City síðustu helgi.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Kane. Hann er sagður vilja fara frá Tottenham, og þykir City líklegur áfangastaður.

Englandsmeistararnir hafa þó ekki viljað greiða 160 milljón punda verðmiðann sem Tottenham setur á framherjann.


Tengdar fréttir

Kane sárnar umfjöllunin: Hef aldrei neitað að æfa

Harry Kane, framherji og fyrirliði Tottenham Hotspur á Englandi, sendi frá sér tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann segist mæta til æfinga hjá félaginu á morgun. Honum sárni spurningar um fagmannleika sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.