Enski boltinn

City býður hundrað milljónir punda í Grealish

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Grealish kom mikið við sögu hjá enska landsliðinu á EM.
Jack Grealish kom mikið við sögu hjá enska landsliðinu á EM. getty/Eddie Keogh

Englandsmeistarar Manchester City hafa gert Aston Villa rausnarlegt tilboð í enska landsliðsmanninn Jack Grealish.

Samkvæmt heimildum ESPN bauð City níutíu milljónir punda og hinn nítján ára Morgan Rogers fyrir Grealish. Rogers er metinn á tíu milljónir punda og því hljóðar tilboð City í heild sinni upp á hundrað milljónir punda.

Rogers stóð sig vel á láni hjá Lincoln City á síðasta tímabili og þykir mikið efni. Hann byrjaði inn á í æfingaleik City og Preston á þriðjudaginn.

City vann ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn á síðasta tímabili og ætlar sér enn stærri hluti á því næsta. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, vill fá bæði Grealish og Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins.

Villa vill að sjálfsögðu halda Grealish, sem er fyrirliði liðsins, og hefur boðið honum nýjan samning en óvíst er hvort það dugi.

Grealish skoraði sex mörk og lagði upp tíu í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.