Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 09:31 Heilbrigðiskerfi Englands er undir miklum þrýstingi vegna mikillar fjölgunar smitaðra. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12
Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26
Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06