Erlent

Bretar hefja bólu­setningar með bólu­efni AstraZene­ca

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bretland er fyrsta landið í heiminum til þess að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca.
Bretland er fyrsta landið í heiminum til þess að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. AP/Gareth Fuller

Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Um hálf milljón skammta af efninu verður gefin í dag en Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem enn hefur ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar.

Boris Johnson forsætisráðherra varar Breta þó við því að samkomureglur verði væntanlega enn harðari á næstunni, þrátt fyrir að bólusetning sé hafin, en rúmlega 50 þúsund kórónuveirutilfelli voru staðfest þar í landi í gær og var það sjötta daginn í röð sem talan er svo há.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×