
England

Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir
Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast.

Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu
Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.

Ozzy Osbourne allur
Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn.

Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu
Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala.

Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár
Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum.

Partey ákærður fyrir nauðgun
Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum.

Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury
Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera.

Hitamet slegið á Spáni um helgina
Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool
Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum.

Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool
Karlmaðurinn sem ók í gegnum skrúðgöngu til heiðurs Liverpool hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Tugir manna slösuðust, sá yngsti einungis níu ára.

Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna
Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu
Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki.

„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“
Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið.

Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina.

Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford
Sigurbjörn Markússon varð í byrjun maí Englandsmeistari í handbolta með liði Oxford-háskóla. Um helgina vann liðið Ofurbikarinn breska og komst í umspil um sæti í Evrópubikarnum. Næst á dagskrá hjá Sigurbirni er að ljúka við doktorsritgerð í lífefnafræði.

Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi
Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands.

Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“
Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur.

Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum
Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi.

Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham
Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi.

Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða
Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag.

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim
Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka
Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka.

Munaði sex atkvæðum
Umbótaflokkurinn (e. Reform) á Bretlandi, hægripopúlistaflokkurinn sem leiddur er af Nigel Farage, vann sigur í aukakosningum í kjördæmi í norðvesturhluta Englands í gær. Flokkurinn hlaut sex atkvæðum fleiri en Verkamannaflokkurinn í kjördæminu Runcorn and Helsby og náði þar með að hirða þingsæti af Verkamannaflokknum.

Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle
Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli.

Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi
Fuglaflensa hefur greinst í sauðfé í fyrsta sinn í heiminum. Afbrigðið H5N1 greindist í kind í Yorkshire á Englandi, þar sem sjúkdómurinn hafði áður komið upp í fuglum.

Heathrow aftur starfandi eftir brunann
Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum.

Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður
Heathrow-flugvelli hefur verið lokað í kjölfar þess að eldur kom upp í rafstöð í vesturhluta Lundúna. Völlurinn verður lokaður fram til miðnættis en lokunin er sögð munu hafa áhrif á flugumferð um allan heim.

Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna
Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést.

Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal
Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni.

Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör
Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra.