Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19
Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag.

Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni
„Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir.

Rannsókn: Fjarvinna bætir sambandið við börnin en dregur úr væntingum um stöðuhækkun
Nú þegar fjarvinna hefur fest sig í sessi víðast hvar eftir heimsfaraldur er þessi valkostur að taka á sig skýrari og skýrari mynd.

213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda
Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga.

Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum
Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað.

Hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu í haust
Undanfarnar vikur hefur orðið mikil fjölgun Covid smitaðra hér á landi. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að grípa þurfi til aðgerða en hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu vegna Covid í haust

Fjölgun Covid-19 smitaðra
Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið.

Hjartabólga og COVID-19 bólusetningar
Kári Stefánsson náði enn einu sinni að fanga athygli fjölmiðla með því að lýsa því yfir í viðtali að í baksýnisspeglinum hefði etv ekki átt að bólusetja einstaklinga undir fimmtugu m.a. vegna hættu á hjartabólgu.

Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar?
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar.

Opnum á umræðuna - Opið bréf til Kára Stefánssonar
Ég er nokkuð óbilandi bjartsýnismaður og ætla því að líta á það sem hrós að þú - mestur vísindamanna á Íslandi - skulir svara óbreyttum trommara um málefni sem hann á helst ekki að skipta sér af.

Covid gerir sjúklingum og starfsfólki enn lífið leitt
Covid heldur áfram að gera starfsfólki Landspítalans og sjúklingum lífið leitt að sögn formanns farsóttanefndar Landspítalans. Ekki er lengur haldið bókhald yfir fjölda Covid smita á spítalanum en faraldur er á fimm til sex legudeildum.

Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á.

Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving
Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi.

Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur
Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar.

Að viðurkenna mistök án þess að viðurkenna mistök
Jæja krakkar - Guð almáttugur hefur talað! Hann virðist þó vera farinn að efast ögn um eigið almætti, þótt þjóðin muni líklega seint missa á hann trúna. Hann er jú Guð, bara ögn breyskari - næstum mennskur.

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Myndi núna leggja til að Íslendingar undir fimmtugu yrðu ekki bólusettir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lék mikið hlutverk í íslensku samfélagi meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, segir að flestar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi reynst réttar miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir.

Hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma
Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma á stuðningslánum til fyrirtækja sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga
Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta.

Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru
Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón.

Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta
Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja.

Hæstiréttur tekur djammbannið ekki til umfjöllunar
Málskotsbeiðni eiganda skemmtistaðarins The English Pub í máli gegn íslenska ríkinu hefur verið hafnað. Landsréttur úrskurðaði að djammbannið hafi verið löglegt.

Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum
Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð.

Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“
Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför.

Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess.

Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan
Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins.

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu
Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Aðeins sjö greiddu atkvæði gegn Partygate-skýrslunni
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mátti þola hálfgerða niðurlægingu í gær þegar skýrsla þverpólitískrar þingnefndar um framgöngu Johnson í svokölluðu „Partygate“-máli var samþykkt með næstum öllum greiddum atkvæðum.

Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid
Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna.

Lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og fyrir faraldurinn
Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG).