Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 21:06 Boris Johnson sagði það vera þungbært að tilkynna hertar aðgerðir. WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00