Erlent

Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, hafa verið andstyggilega eftir að hún hafnaði hugmyndum hans um að kaupa Grænland.

Þetta sagði Trump nokkrum klukkustundum eftir að Frederiksen hafði lýst því yfir að henni þætti það leitt að Trump hefði óvænt ákveðið að hætta við opinbera heimsókn sína til Danmerkur.

Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.

Mette Frederiksen.Vísir/Getty
Margrét Þórhildur Danadrottning hafði boðið Trump til Danmerkur en þessi ákvörðun hans kom mörgum á óvörum.

Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum nú síðdegis þar sem lýsti því yfir hversu mikið viðbrögð Frederiksen hefðu misboðið honum.

„Mér fannst yfirlýsing forsætisráðherrans, að hugmyndin mín sé fáránlega, vera andstyggileg. Mér fannst þetta óviðeigandi yfirlýsing. Henni hefði nægt að segja einfaldlega nei, að þau hefðu ekki áhuga,“ sagði Trump við fréttamenn.

„Hún er ekki að tala til mín. Hún er að tala við Bandaríkin. Þú talar ekki við Bandaríkin á þennan hátt, að minnsta kosti ekki á meðan ég er við völd.“

Trump benti á að Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hefði íhugað að bjóða í Grænland sem Danir hafa yfirráð yfir. 


Tengdar fréttir

Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump

Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar.

Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði

Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×