Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 20:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, hafa verið andstyggilega eftir að hún hafnaði hugmyndum hans um að kaupa Grænland. Þetta sagði Trump nokkrum klukkustundum eftir að Frederiksen hafði lýst því yfir að henni þætti það leitt að Trump hefði óvænt ákveðið að hætta við opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Mette Frederiksen.Vísir/GettyMargrét Þórhildur Danadrottning hafði boðið Trump til Danmerkur en þessi ákvörðun hans kom mörgum á óvörum. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum nú síðdegis þar sem lýsti því yfir hversu mikið viðbrögð Frederiksen hefðu misboðið honum. „Mér fannst yfirlýsing forsætisráðherrans, að hugmyndin mín sé fáránlega, vera andstyggileg. Mér fannst þetta óviðeigandi yfirlýsing. Henni hefði nægt að segja einfaldlega nei, að þau hefðu ekki áhuga,“ sagði Trump við fréttamenn. „Hún er ekki að tala til mín. Hún er að tala við Bandaríkin. Þú talar ekki við Bandaríkin á þennan hátt, að minnsta kosti ekki á meðan ég er við völd.“ Trump benti á að Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hefði íhugað að bjóða í Grænland sem Danir hafa yfirráð yfir. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, hafa verið andstyggilega eftir að hún hafnaði hugmyndum hans um að kaupa Grænland. Þetta sagði Trump nokkrum klukkustundum eftir að Frederiksen hafði lýst því yfir að henni þætti það leitt að Trump hefði óvænt ákveðið að hætta við opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Mette Frederiksen.Vísir/GettyMargrét Þórhildur Danadrottning hafði boðið Trump til Danmerkur en þessi ákvörðun hans kom mörgum á óvörum. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum nú síðdegis þar sem lýsti því yfir hversu mikið viðbrögð Frederiksen hefðu misboðið honum. „Mér fannst yfirlýsing forsætisráðherrans, að hugmyndin mín sé fáránlega, vera andstyggileg. Mér fannst þetta óviðeigandi yfirlýsing. Henni hefði nægt að segja einfaldlega nei, að þau hefðu ekki áhuga,“ sagði Trump við fréttamenn. „Hún er ekki að tala til mín. Hún er að tala við Bandaríkin. Þú talar ekki við Bandaríkin á þennan hátt, að minnsta kosti ekki á meðan ég er við völd.“ Trump benti á að Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hefði íhugað að bjóða í Grænland sem Danir hafa yfirráð yfir.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15