Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 13:39 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi fyrr í vikunni. Mynd/TV 2, Danmörku. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira