Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 18:39 Trump tilkynnti á Twitter í gær að hann hygðist fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur. Vísir/Getty Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“ Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“
Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15