Enski boltinn

Stóri Dunc stýrir Everton í næsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson stýrir Everton á laugardaginn.
Ferguson stýrir Everton á laugardaginn. vísir/getty

Duncan Ferguson stýrir Everton í leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Marco Silva var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Everton í kvöld. Ferguson tekur við liðinu til bráðabirgða.

Ferguson er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Everton en Skotinn skapstóri lék með liðinu á árunum 1994-98 og 2000-06.

Undanfarin ár hefur Ferguson verið í þjálfarateymi Everton.

Silva skilur við Everton í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.