Enski boltinn

Stóri Dunc stýrir Everton í næsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson stýrir Everton á laugardaginn.
Ferguson stýrir Everton á laugardaginn. vísir/getty
Duncan Ferguson stýrir Everton í leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.Marco Silva var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Everton í kvöld. Ferguson tekur við liðinu til bráðabirgða.Ferguson er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Everton en Skotinn skapstóri lék með liðinu á árunum 1994-98 og 2000-06.Undanfarin ár hefur Ferguson verið í þjálfarateymi Everton.Silva skilur við Everton í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.