Enski boltinn

Marco Silva rekinn frá Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silva er farinn frá Everton.
Silva er farinn frá Everton. vísir/getty

Everton hefur rekið Marco Silva úr starfi knattspyrnustjóra liðsins.

Silva stýrði Everton í síðasta sinn í 5-2 tapi fyrir Liverpool á Anfield í gær. Hann skilur við Everton í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Silva tók við Everton fyrir síðasta tímabil og var með liðið í eitt og hálft ár. Silva stýrði liðinu í 60 leikjum. Everton vann 24 þeirra, gerði tólf jafntefli og tapaði 24.

Næsti leikur Everton er gegn Chelsea í hádeginu á laugardaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.