Enski boltinn

Gylfi fékk þrjá í ein­kunn hjá Liver­pool Echo: „Leikurinn fór of mikið fram­hjá Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi hugsi í leiknum í gær.
Gylfi hugsi í leiknum í gær. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton í gær er liðið tapaði 5-2 fyrir nágrönnunum í Liverpool í mögnuðum fótboltaleik.

Staðan var 4-2 í hálfleik en Liverpool komst í 2-0 og 4-1 áður en gestirnir frá Goodison náðu að laga stöðuna. Fimmta og síðasta mark Liverpool kom svo í uppbótartíma.

Gylfi spilaði á miðri miðjunni ásamt Tom Davies í 5-4-1 leikkerfi en Gylfi er einn fimm leikmanna Everton sem fær þrjá í einkunn fyrir frammistöðuna.

„Það má sama segja um Gylfa og um Tom Davies að það var ekki þeim að kenna að þeir lentu í vandræðum á miðri miðjunni þangað til þeir skiptu um kerfi,“ segir í umsögninni.







„En enn og aftur þarf Gylfi að gera betur með boltann þegar hann fær hann. Heilt yfir þá fór leikurinn of mikið framhjá Gylfa í þessari djúpu miðjumannsstöðu sem er áhyggjuefni.“

Lucas Digne, Richarlison og Dominic Calwert-Lewin voru skárstu leikmenn Everton en þeir fengu allir fimm í einkunn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×