Enski boltinn

Gylfi fékk þrjá í ein­kunn hjá Liver­pool Echo: „Leikurinn fór of mikið fram­hjá Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi hugsi í leiknum í gær.
Gylfi hugsi í leiknum í gær. vísir/getty

Gylfi Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton í gær er liðið tapaði 5-2 fyrir nágrönnunum í Liverpool í mögnuðum fótboltaleik.

Staðan var 4-2 í hálfleik en Liverpool komst í 2-0 og 4-1 áður en gestirnir frá Goodison náðu að laga stöðuna. Fimmta og síðasta mark Liverpool kom svo í uppbótartíma.

Gylfi spilaði á miðri miðjunni ásamt Tom Davies í 5-4-1 leikkerfi en Gylfi er einn fimm leikmanna Everton sem fær þrjá í einkunn fyrir frammistöðuna.

„Það má sama segja um Gylfa og um Tom Davies að það var ekki þeim að kenna að þeir lentu í vandræðum á miðri miðjunni þangað til þeir skiptu um kerfi,“ segir í umsögninni.

„En enn og aftur þarf Gylfi að gera betur með boltann þegar hann fær hann. Heilt yfir þá fór leikurinn of mikið framhjá Gylfa í þessari djúpu miðjumannsstöðu sem er áhyggjuefni.“

Lucas Digne, Richarlison og Dominic Calwert-Lewin voru skárstu leikmenn Everton en þeir fengu allir fimm í einkunn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.