Enski boltinn

Tuttugu ár síðan Everton var síðast í fallsæti eftir fimmtán leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas Digne niðurlútur í gær.
Lucas Digne niðurlútur í gær. vísir/getty
Það gengur ekkert né rekur hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum hans í Everton en þeir töpuðu 5-2 gegn Liverpool í gær er liðin mættust í baráttunni um Bítlaborgina.Eftir tapið í gær er Everton komið niður í fallsæti en liðið er með fjórtán stig á meðan Southampton, Brighton og Aston Villa eru með fimmtán. Þau sitja 15. til 17. sætinu.Það verður að fara allt aftur til ársins 1999 til þess að finna Everton í fallsæti eftir fimmtán leiki og ljóst að útlítið er ekki bjart á Goodison Park.Marco Silva, stjóri liðsins, hefur verið í ansi heitu sæti að undanförnu og ekki er líklegt að sætið hafi eitthvað kólnað í gær en Silva gæti fengið sparkið er líður á daginn.Everton mætir Chelsea á Goodison Park um helgina en liðin mætast í hádegisleiknum á laugardaginn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.