Enski boltinn

Tuttugu ár síðan Everton var síðast í fallsæti eftir fimmtán leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas Digne niðurlútur í gær.
Lucas Digne niðurlútur í gær. vísir/getty

Það gengur ekkert né rekur hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum hans í Everton en þeir töpuðu 5-2 gegn Liverpool í gær er liðin mættust í baráttunni um Bítlaborgina.

Eftir tapið í gær er Everton komið niður í fallsæti en liðið er með fjórtán stig á meðan Southampton, Brighton og Aston Villa eru með fimmtán. Þau sitja 15. til 17. sætinu.

Það verður að fara allt aftur til ársins 1999 til þess að finna Everton í fallsæti eftir fimmtán leiki og ljóst að útlítið er ekki bjart á Goodison Park.

Marco Silva, stjóri liðsins, hefur verið í ansi heitu sæti að undanförnu og ekki er líklegt að sætið hafi eitthvað kólnað í gær en Silva gæti fengið sparkið er líður á daginn.

Everton mætir Chelsea á Goodison Park um helgina en liðin mætast í hádegisleiknum á laugardaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.