Tölfræðimolinn sem reiðir stuðningsmenn Everton notuðu mest til að drulla yfir Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hvarf í seinni hálfleiknum í gær. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019 Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira