Enski boltinn

Sjötti knattspyrnustjóri Gylfa sem er rekinn á síðustu fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá Everton að undanförnu.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá Everton að undanförnu. Getty/Laurence Griffiths

Gylfi Þór Sigurðsson er að fá nýjan knattspyrnustjóra sem er eitthvað sem íslenski landsliðsmaðurinn ætti að vera farinn að þekkja mjög vel.

Frá því í desembermánuði 2015 þá hafa alls sex knattspyrnustjórar Gylfa Þórs þurft að taka pokann sinn, þrír hjá Everton og þrír hjá Swansea City.

Everton rak í gær Marco Silva úr starfi knattspyrnustjóra félagsins eftir að 5-2 tap á móti nágrönnunum í Liverpool þýddi að félagið var komið niður í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.Duncan Ferguson tekur við liðinu tímabundið á meðan Everton leitar að nýjum framtíðarmanni í stjórastólinn sinn.

Marco Silva tók við Everton liðinu eftir að Sam Allardyce var rekinn eftir 2018-19 tímabilið. Hann entist átján mánuði í starfi sem er þó meira en fyrri stjórar Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Ronald Koeman keypti Gylfa til Everton í ágúst 2017 en var síðan rekinn 23. október. Síðustu tímabil Gylfa í Swansea einkenndust líka af mörgum stjórabreytingum.

Á síðasta tímabili Gylfa með Swansea City þá rak félagið tvo knattspyrnustjóra, fyrst Francesco Guidolin í byrjun október og svo Bob Bradley í lok desember. Tímabilið á undan hafði Swansea rekið Garry Monk í desember.


Knattspyrnustjórar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hafa þurft að taka pokann sinn á síðustu árum:

2019-20 Everton,
Marco Silva, 5. desember

2018-19 Everton
Sam Allardyce, eftir tímabilið

2017-18 Everton
Ronald Koeman, 23. október

2016-17 Swansea City
Francesco Guidolin, 3. október
Bob Bradley, 27. desember

2015-16 Swansea City
Garry Monk, 9. desember


Tengdar fréttir

Everton vill stjóra Shanghai SIPG

Sky Sports fréttastofan hefur það eftir heimildum sínum að efsti maðurinn á óskalista Everton yfir næst stjóra liðsins sé Vitor Pereira, þjálfair Shanghai SIPG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.