Enski boltinn

Everton vill stjóra Shanghai SIPG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pereira á hliðarlínunni.
Pereira á hliðarlínunni. vísir/getty

Sky Sports fréttastofan hefur það eftir heimildum sínum að efsti maðurinn á óskalista Everton yfir næst stjóra liðsins sé Vitor Pereira, þjálfair Shanghai SIPG.

Everton ákvað í gærkvöldi að reka Marco Silva úr starfi en gengi Everton hefur verið afleitt að undanförnu. Þeir töpuðu svo 5-2 gegn Liverpool á miðvikudagskvöldið.

Alan Myers, blaðamaður Sky, í Liverpool-borg staðfesti að Vitor væri á óskalista Everton en listinn telur fjóra stjóra, þar á meðal David Moyes, fyrrum stjóra Everton og Man. Utd til að mynda.

Hinn portúgalski Pereira stýrði Shanghai SIPG í þriðja stið í kínversku ofurdeildinni en hann er talinn hafa áhuga á starfinu.

Hann hefur áður starfað hjá Fenerbache og Olympiakos sem og hjá Porto í heimalandinu en hann er talinn hafa komið til greina árið 2013 er Everton ákvað svo að ráða Roberto Martinez.

Hinn 51 ára gamli Pereira er talinn einn launahæsti þjálafri heims og segja sögurnar að honum hafi á dögunum verið boðið að taka við kínverska landsliðinu.

Duncan Ferguson stýrir Everton í leiknum gegn Chelsea á laugardag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.