Enski boltinn

Mourinho: Dyrnar standa Pochettino alltaf opnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho talaði mjög vel um Pochettino.
Mourinho talaði mjög vel um Pochettino. vísir/getty
José Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði forvera sínum í starfi, Mauricio Pochettino, í hástert á fyrsta blaðamannafundi sínum hjá Spurs.

Pochettino var rekinn frá Tottenham á þriðjudaginn. Í gær var Mourinho svo kynntur sem eftirmaður hans.

„Þetta er heimilið hans. Hann getur komið hingað þegar hann vill. Þegar hann saknar leikmannanna eða starfsfólksins hér. Dyrnar standa honum alltaf opnar,“ sagði Mourinho.

Hann segir að Pochettino hafi ekki sagt sitt síðasta í þjálfun.

„Hann finnur hamingjuna aftur. Hann mun finna frábært félag á ný og eiga frábæra framtíð,“ sagði sá portúgalski.

Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn þegar liðið mætir West Ham United í hádeginu á laugardaginn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.