Enski boltinn

Mourinho fær næstum því helmingi hærri laun en Pochettino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn.
Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn. vísir/getty
José Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Tottenham, fær næstum því helmingi hærri laun hjá félaginu en forveri hans í starfi, Mauricio Pochettino.Eftir fimm ár hjá Spurs var Pochettino látinn fara frá félaginu í gær. Í morgun var svo tilkynnt um ráðningu Mourinhos.Daily Mail greinir frá því að Mourinho fái nær helmingi hærri laun hjá Tottenham en Pochettino. Talið er að Mourinho fái 15 milljónir punda í árslaun hjá Tottenham.Mourinho skrifaði undir fjögurra ára samning við Tottenham sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.Hann hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Manchester United í lok síðasta árs.Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn þegar liðið sækir West Ham heim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.