Enski boltinn

Pochettino rekinn frá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mauricio Pochettino hefur verið rekinn.
Mauricio Pochettino hefur verið rekinn. vísir/getty
Mauricio Pochettino er ekki lengur þjálfari Tottenham en hann hefur verið rekinn frá félaginu. Þetta staðfesti félagið á vef sínum í kvöld.

Mauricio Pochettino tók við liðinu 27. maí 2014 og hefur gert magnaða hluti með liðið síðan hann tók við. Gengi liðsins hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska á þessari leiktíð.

Tottenham fór alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í síðustu leiktíð en þeir töpuðu í maímánuði fyrir Liverpoool, 2-0.

Einungis sex mánuðum síðar er búið að reka Argentínumanninn sem hefur einnig þjálfað Espanyol og Southampton.

Gengi Tottenham hefur ekki verið gott á leiktíðinni. Liðið er í 14. sæti ensku deildarinnar með jafn mörg stig en liðið mætir West Ham á útivelli um helgina.

Tímapunkturinn vekur athygli en enska deildin hefur nú verið í hléi í tæpar tvær vikur vegna landsleikja.

„Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og þetta er ekki ákvörðun sem stjórnin hefur tekið létt né í flýti,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.

„Úrslitin undir lok síðustu leiktíðar og í byrjun þessara leiktíðar hafa verið mjög mikil vonbrigði,“ bætti Levy við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.