Enski boltinn

Pochettino rekinn frá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mauricio Pochettino hefur verið rekinn.
Mauricio Pochettino hefur verið rekinn. vísir/getty

Mauricio Pochettino er ekki lengur þjálfari Tottenham en hann hefur verið rekinn frá félaginu. Þetta staðfesti félagið á vef sínum í kvöld.

Mauricio Pochettino tók við liðinu 27. maí 2014 og hefur gert magnaða hluti með liðið síðan hann tók við. Gengi liðsins hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska á þessari leiktíð.

Tottenham fór alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í síðustu leiktíð en þeir töpuðu í maímánuði fyrir Liverpoool, 2-0.
Einungis sex mánuðum síðar er búið að reka Argentínumanninn sem hefur einnig þjálfað Espanyol og Southampton.

Gengi Tottenham hefur ekki verið gott á leiktíðinni. Liðið er í 14. sæti ensku deildarinnar með jafn mörg stig en liðið mætir West Ham á útivelli um helgina.
Tímapunkturinn vekur athygli en enska deildin hefur nú verið í hléi í tæpar tvær vikur vegna landsleikja.

„Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og þetta er ekki ákvörðun sem stjórnin hefur tekið létt né í flýti,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.

„Úrslitin undir lok síðustu leiktíðar og í byrjun þessara leiktíðar hafa verið mjög mikil vonbrigði,“ bætti Levy við.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.