Enski boltinn

Mourinho lofar stuðningsmönnum Spurs ástríðu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í skýjunum með nýja starfið
Í skýjunum með nýja starfið vísir/getty
Portúgalinn Jose Mourinho er tekinn við enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham en hann var ráðinn til félagsins snemma í gærmorgun, 12 klukkustundum eftir að Mauricio Pochettino var rekinn frá félaginu.

Gefið var út ítarlegt viðtal við Mourinho á heimasíðu Lundúnarliðsins í gær.

„Ég gæti ekki glaðari. Ef það væri ekki tilfellið væri ég ekki hér,“ segir Mourinho.

Mourinho mærir leikmannahóp Tottenham í hástert og kveðst ekki hafa farið leynt með aðdáun sína á leikmönnum félagsins á undanförnum árum þegar hann stýrði Chelsea og Manchester United.

„Hverju get ég lofað? Ástríðu. Fyrir starfinu mínu og fyrir félaginu. Það eru forréttindi þegar þjálfari mætir til félags og er jafn spenntur fyrir leikmannahópnum og ég er núna,“

„Ég er ekki að segja þetta til að falla inn hér. Ég hef sagt sömu orð um þennan leikmannahóp sem andstæðingur þeirra undanfarin fjögur, fimm ár. Að spila á móti Tottenham á White Hart Lane var alltaf erfitt en fallegt. Það er einn af þeim stöðum sem þú mætir á fullur ástríðu en um leið fullur virðingar,“ segir Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×