Enski boltinn

Alli og Kane ausa Pochettino lofi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kane varð að ofurstjörnu undir stjórn Pochettino
Kane varð að ofurstjörnu undir stjórn Pochettino vísir/getty
Það vakti mikla athygli þegar fréttir þess efnis að búið væri að reka Mauricio Pochettino úr starfi bárust frá höfuðstöðvum enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham í gærkvöldi.

Aðeins tólf klukkustundum síðar tilkynnti félagið um ráðningu Jose Mourinho.

Pochettino tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham sumarið 2014 og þó honum hafi ekki tekist að vinna titil hjá Lundúnarliðinu er óhætt að segja að hann hafi komið félaginu nær því að vera í fremstu röð en liðið fór meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Stórstjörnur hafa orðið til undir stjórn Pochettino hjá Tottenham og tvær þeirra hafa sent sínum fyrrum stjóra hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlum í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×