Enski boltinn

Mourinho útskýrir afhverju hann tekur við Tottenham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Karakter
Karakter vísir/getty
Eins og greint var frá snemma í morgun hefur enska úrvalsdeildarliðið Tottenham gengið frá ráðningu á Jose Mourinho sem eftirmanni Mauricio Pochettino sem var látinn taka pokann sinn í gærkvöldi.

Mourinho er að snúa aftur í enska boltann en hann var rekinn frá Manchester United í desember 2018 og hefur ekki þjálfað síðan.

„Ég er spenntur fyrir að ganga til liðs við félag með jafn glæsta arfleið og ástríðufulla stuðningsmenn eins og Tottenham hefur,“ sagði Mourinho þegar tilkynnt var um ráðninguna.

„Gæðin í leikmannahópnum og í akademíunni gerir mig spenntan. Að fá tækifæri til að vinna með þessum leikmönnum var það sem fékk mig til að taka þetta starf,“ segir Mourinho.

Ljóst er að forráðamenn Tottenham sjá framtíð liðsins undir stjórn Mourinho því hann gerir samning út leiktímabilið 2022/2023. 

Portúgalinn sigursæli hefur sannarlega verk að vinna því Tottenham hefur ekki verið sannfærandi í vetur; situr í 14.sæti deildarinnar og margir leikmanna liðsins virðast ekki hafa áhuga á að spila fyrir félagið lengur. Ber þar helstan að nefna Christian Eriksen.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.